Vilt þú koma í hóp metnaðarfyllstu þjálfara landsins?

Metabolic er æfingakerfi í eigu Helga Jónasar Guðfinnssonar. Æfingakerfið er kennt í formi hópatíma og hefur unnið sér til mikilla vinsælda á stuttum tíma. Helstu einkenni æfingakerfisins eru fjölbreytni, skemmtanagildi og fagmennska. Allir geta stundað og náð árangri  með Metabolic en æfingahópurinn á það sameiginlegt að vilja komast í, eða halda sér í góðu alhliða formi án þess að ganga of nærri sér. 


Hvað felst í því að vera Metabolicþjálfari?

Metabolicþjálfarar eiga kost á að fá sérleyfi til að halda úti Metabolicnámskeiðum hvar sem er í heiminum og geta valið um að standa á eigin fótum eða fá ríkan stuðning við að koma sér af stað. 

Metabolicnámskeið má halda hvar sem er; í íþróttasölum, á líkamsræktarstöðvum, úti á sumrin og allt þar á milli. Góðir tekjumöguleikar eru fyrir öfluga þjálfara.


Hvað læri ég á námskeiðinu? 

Metabolic þjálfaranámskeið er kennt á tveimur löngum helgum (fös-sun) og er hvor helgi um sig um 15 klst af kennslu og þjálfun.

 

 

Vinnuhelgi 1 - Level 1-2 

 • uppsetning Metabolic kerfisins
 • hugmyndafræði Metabolic
 • ástæður fyrir erfiðleikastigum (level 1, 2 , 3 og 4)
 • erfiðleikastig 1-2 útskýrð ítarlega
 • æfingaval og skipulag á tímum
 • kynning á orkukerfum líkamans 
 • orkukerfin tengd við æfingaálag
 • aðlögun æfingakerfa
Eftir level 1-2 hefur þú fengið í hendurnar ítarlegt yfirlit yfir þjálffræði og uppbyggingu æfingakerfa að hætti Metabolic. Þú getur notað þessa þekkingu í þeim tímum sem þú vinnur með.
 

 

Vinnuhelgi 2 - Level 3-4

ATH þú getur ekki komið á þetta námskeið nema vera fyrst búin/n að klára Level 1-2

Farið mun dýpra í lífeðlis- og þjálffræði

 • erfiðleikastig 3-4 útskýrð ítarlega
 • æfingaval og skipulag á tímum
 • dýpra í orkukerfi líkamans 
 • lífeðlisfræði þjálfunar
 • sameindalíffræði
 • fræðin tengd við æfingaálag og æfingabreytur 
 • opnun Metabolic þjálfunarstöðvar 
Eftir level 3-4 hefur þú öðlast þekkingu og réttindi til að kalla þig Metabolic þjálfara og getur þjálfað samkvæmt því. 
 
Námskeiðin
eru haldin í höfuðstöðvum Metabolic, Iðavöllum 4, 230 Reykjanesbæ og kennd af Helga Jónasi.
 
Verð
 • Level 1-2: 116.400kr.
 • Level 3-4: 77.600kr.
 • Level 1-4: 155.200kr. (20% afsl.) 
 
Innifalið
 • öll námskeiðsgögn
 • léttar veitingar á meðan námskeiðið stendur yfir
 • aðgangur að þjálfarasamfélagi 
 • aðgangur að HIIT university bæklingum 
 • online aðgangur að öllum bæklingum (level 1-4) hægt að hlaða niður (samtals 127 bls) 
 
Næstu námskeið
Level 1-2: 11. - 13. janúar 2019
Level 3-4: 1. - 3. febrúar 2019

Nánari tímasetningar á námskeiðunum (gæti breyst lítillega): 
 • frá klukkan 18 til 21 á föstudag
 • frá klukkan 12 til 16 á laugardag
 • frá klukkan 9 til 16 á sunnudag