Vilt þú vinna sjálfsætt?

Ert þú ákveðin/n og drífandi?

Býrð þú yfir leiðtogahæfileikum?

Sérðu möguleikana fyrir Metabolic tíma í þínu bæjarfélagi / hverfi / landshluta?

Vilt þú búa við stöðugar tekjur og meira starfsöryggi?

 

Ef þú svaraðir einhverri spurningu hér að ofan játandi gæti þetta verið starf fyrir þig.

 

Metabolic þjálfarar vinna sjálfstætt, en ávallt undir öflugri leiðsögn Helga sem hannar og þróar æfingakerfið. Starfið gefur kosti á miklum þroska og þróun í starfi sem þjálfari, starfið getur orðið eins stórt og þú vilt að það verði. Meðal Metabolic þjálfara ríkir öflugt tengslanet og mikið traust, þar eru kollegar sem gott er að geta leitað til við úrvinnslu ýmissa starfstengdra mála.

Nánari upplýsingar má finna á facebook síðu Metabolic; Metabolic Ísland,

Eða á instagram; metabolicisland.

 

Við hlökkum til að heyra í þér!

 

 

Umsagnir þjálfara

Metabolic æfingakerfið hefur opnað nýjar dyr fyrir okkur þegar kemur að þjálfun. Við höfðum bæði unnið við þjálfun í mörg ár áður en við kynntumst Metabolic. Við fundum fyrir ákveðinni stöðnun og vildum leita leiða til að fríska upp á og auka kunnáttu okkar og geta boðið uppá heimsklassa þjálfun sem hjalpar fólki að ná árangri og hafa gaman af því í leiðinni. Við fórum því að skoða hvað væri í boði og fljótlega sáum við Metabolic sem ákjósanlegasta kostinn af því sem í boði er. Ákváðum að sækjast eftir að komast á þjálfaranámskeið og sjáum ekki eftir því í dag. Kúnnafjöldinn hjá okkur margfaldaðist á nokkrum vikum og það besta er að stór fjöldi hefur haldið áfram án þess að hellast úr lestinni eða hætta. Allir tímar eru fullir og ánægðir viðskiptavinir sem hafa náð gríðarlega góðum árangri. Kerfið hefur hjálpað okkur í þjálffræði og uppsetningu á æfingabreytum í allri okkar þjálfun. Við höfum hlotið mikla fræðslu í gegnum þjálfaranámskeið o.fl sem haldin eru á vegum Metabolic. Ýmis fríðindi sem hafa hjálpað okkur og okkar fyrirtæki sem okkur hefði ekki hlotnast ef við hefðum ekki kynnst Metabolic. Við erum stöðugt að kynnast nýjum hlutum þar sem kerfið er reglulega uppfært með nýjum æfingum og nýjum áherslum. Kerfið er stöðugt í þróun og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt sem heldur manni algjörlega á tánum og kemur í veg fyrir að við stöðnum í okkar þjálfun. Helgi Jónas er alltaf að koma með eitthvað nýtt og vinnur stöðugt að því að betrumbæta kerfið sem er algjörlega ómetanlegt og sem að okkar mati gerir það að verkum að Metabolic kerfið á eftir að verða eitt það eftirsóttasta í heiminum af metnaðarfullum þjálfurum innan nokkurra ára., Reglulega eru haldnir þjálfarafundir þar sem allir þjálfarar hittast og farið er yfir nýjungar og uppfærslur auk þess sem þjálfarar bera saman bækur sínar. Okkar reynsla af Metabolic er að fólk nær árangri, finnst skemmtilegt að mæta í tíma og heldur áfram.


Munurinn á Metabolic æfingakerfinu og öðrum kerfum er fyrst og fremst þjálffræðileg. Það eru engar tilviljanir í kerfinu ólíkt öðrum kerfum, þar sem æfing dagsins virðist oft á tíðum vera hent fram tilviljanakennt og æfingar valdar af handahófi. 4 vikna ákefðarbylgjur í Metabolic æfingakerfinu þar sem álagið er stigmagnandi frá 1-4 viku gera það að verkum að fólk nær endurheimt inn á milli. Kerfið byggir á 4 mismunandi tímum og er yfirleitt bara eitt tekið fyrir á hverjum degi fyrir sig. Hvort sem það er strength, power, endurance eða burn.

 

Önnur ástæða er fjölbreytni. Metabolic er fyrir alla. Þú getur valið um 3-4 erfiðleikastig auk þess sem alltaf eru til staðar stignanir fyrir hverja staka æfingu. Engir 2 tímar eru eins og það er hægt að rökstyðja allar æfingar. Tímarnir eru þannig uppbyggðir að einstaklingar stjórna álaginu sjálfir. Þá er stignun á æfingum mjög einföld. Hvort sem þú ert 25 ára afreksíþróttamaður eða 70 ellilífeyrisþegi þá geturðu verið viss um að þú fáir það útúr æfingunni sem þú sækist eftir. Við höfum verið með afreksíþróttamann og 71 árs konu í sama tímanum þar sem bæði fengu krefjandi þjálfun við sitt hæfi þar sem æfingarnar voru stignaðar upp eða niður eftir getu þeirra. Þú getur komið inn í tíma sem toppklassa íþróttamáður eða sem kyrrsetumaður og getur verið nokkuð viss um að þú færð góða æfingu við þitt hæfi, alltaf.


Öryggið er í fyrirrúmi. Það eru aðeins vel menntaðir þjálfarar í Metabolic sem hafa grunnþekkingu á þjálffræði og hreyfifræði. Það sem heillaði okkur mikið við þetta eru hreyfi-og staðkerfisgreiningar á iðkendum til að greina vöðvaójafnvægi eða einhver stoðkerfisvandamál og ef einhver vandamál eru til staðar þá fá viðkomandi iðkendur leiðréttingaræfingar við hæfi til að vinna markvisst að því að bæta og leiðrétta það. Ánægjutryggingin er ómetanleg þar sem iðkandi getur fengið endurgreitt eftir mánuð í þjálfun ef honum líkar ekki þjálfunin. Við höfum ekki ennþá lent í einum óánægðum viðskiptavin sem hefur viljað fá endurgreitt og þá hefur enginn lent í alvarlegum meiðslum hjá okkur heldur.

Og þá má ekki gleyma skemmtuninni sem er ekki hvað síst mikilvæg. Það er alltaf gaman hjá okkur í tímum og fólki hlakkar til að koma í tíma til okkar. Við teljum það vera eina af mörgum ástæðum fyrir því að við höfum náð að auka og viðhalda kúnnahópnum okkar. Fólki finnst gaman í Metabolic og það vill ekki missa af næsta tíma.


Ef þú ert metnaðarfullur þjálfari og vilt auka þekkingu þína, stækka businessinn þinn og kúnnahópinn, þá mælum við hiklaust með að þú gerist Metabolic þjálfari. Þetta er nýtt kerfi á heimsmælikvarða sem er í stöðugri þróun. Ef þú hefur metnað þá færðu þá fræðslu og upplýsingar sem þú þarft, og reglulega eru í boði endurmenntunarnámskeið sem hjálpa þér að verða betri þjálfari. Við erum alltaf að læra. Metabolic gerði okkur að betri þjálfurum.


Guðrún Helga Tryggvadótir IAK Einkaþjálfari

Friðrik Hreinn Hreinsson B.Sc Íþróttafræðingur

 

 

Ég hef verið hópþjálfari í 15 ár og þjálfað alla mögulega hóptíma sem boðið hefur verið uppá, eróbik, pallatíma, stöðvatíma, body pump, body step osfrv....gæti talið upp alla mögulegu tíma sem boðið hafa verið uppá á líkamsræktarstöðvum... Allt eru þetta ágætis tímar, en það var alltaf eitthvað sem vantaði að mér fannst... Tímarnir voru ágætlega sóttir en svo dró alltaf úr mætingu þegar liðið var á önnina, sama hvaða nýungar ég kom með.. Það var fljótt kominn leiði í fólkið og leiði í mig sem þjálfara....

Svo heyrði ég um Metabolic, þessa snild. Það voru allir komnir í Metabolic, fólk hélst í þessum hóptímum, ég sá umsagnir á netinu þar sem fólk var hreinlega að missa sig yfir þessum tímum. Fyrir utan hvað þetta voru greinilega skemmtilegir og fjölbreyttir tímar þá var mikið skrifað um það hvað þjálfarar væru faglegir, hvað þol, liðleiki og styrkur hafði aukist hjá fólki.

Ég skellti mér á þjálfaranámskeið í Metabolic og í dag er ég ánægður Metabolic þjálfari.
Það sem mér finnst best við Metabolic æfingakerfið er að fá vel uppsetta tíma fyrir hverja viku, við byrjum á viku eitt og endum á viku fjögur. Æfingakerfið er hannað út frá því að allir nái hámarks árangri, passað er vel uppá sem minnstri meiðslahættu og allt er lagt í að þeir séu skemmtilegir.

Metabolic er líka fyrir alla, mér finnst það þvílíkur kostur. Ég er með ömmu, mömmu og systir í sama tíma, hvað segjir það ykkur, að allir stjórni álaginu sjálfir og að við hálpum til við að finna rétt erfileikastig fyrir iðkendann.

Metabolic verður af lífsstíli þegar þú ert kominn inn.

Sem ÍAK einkaþjálfari og eigandi af líkamsræktarstöð er þetta besta hópþjálfun sem ég hef kennt...

Kveðja Kolbrún Björnsdóttir

Metabolic Höfn

 

 

Ég hef kynnst mörgum þjálfurum í gegnum ævina, bæði sem leikmaður í knattspyrnu og svo sem einkaþjálfari/kennari, og séð góða og slæma hluti í heilsugeiranum.

Eftir að hafa verið að einkaþjálfa einstaklinga í yfir 10 ár og kennt börnum íþróttir/sund í 10 ár, fór ég að finna mikla þörf hjá mér að gera betur það sem ég hafði þegar gert. Það fór í raun og veru allt af stað þegar ég kynntist Metabolic-æfingakerfinu .

Fyrsta upplifun mín var reyndar þannig að ég horfði á konu mína æfa ásamt hópi undir handleiðslu Helga Jónasar í Reykjanesbæ. Ég tók sérstaklega eftir því að þetta voru skemmtilegar, krefjandi en umfram allt öruggar æfingar þar sem iðkandinn réð álaginu. Ég prófaði svo stuttu síðar minn fyrsta Metabolic-tíma og þá fann ég að þessi þörf mín, til þess að þjálfa einstaklinga betur og markvissara, var enn meiri en áður því að þessar 45mínútur voru hreint út sagt frábærar.

Þegar ég fór að skoða æfingarnar betur þá tók ég líka eftir því að æfingarnar/æfingaálga hentuðu mjög breiðum hópi einstaklinga, allt frá fólki sem er í slöku formi yfir í keppnisfólk í íþróttum. Eftir því sem að tíminn hefur liðið þá er alltaf e-ð nýtt og betra að koma fram í æfingakerfinu sem bæði bætir iðkendan en einnig heldur mér á tánnum sem þjálfari.

Sem þjálfari hef ég líka lært helling um sjálfan mig, bætt mig persónulega og líkamlega sem einstaklingur. Eftir að hafa verið Metabolic-þjálfari í yfir tvö ár hef ég alltaf lagt mikið uppúr því að nota alla mína þekkingu á æfingakerfinu til þess að fá mikið slasaða/meidda einstaklinga til þess að vinna bug á sínum meiðslum.

Þekking þess sem hannaði þetta æfingakerfi, Helgi Jónas Guðfinnsson, er mikil og það er ekki síst hugsjón hans að búa til örugg og árangursríkt æfingakerfi sem hentar öllum að ég starfa enn í dag sem Metabolic-þjálfari og er ekkert á leiðinni að hætta, því hvað er meira gefandi en að iðkendur koma og fara brosandi af hverri æfingu og eru stöðugt að bæta sig sem einstaklingar.

Í stuttu máli er hægt að lýsa Metabolic (sem iðkandi og þjálfari) sem „skemmtilegu, krefjandi en í senn áhrifamiklu æfingakerfi“.


Jóhann Emil Elíasson

Metabolic Kópavogi - Sparta