Hvað hafa iðkendur að segja um Metabolic?

 

 

 Mér leiddist allt sem ég gerði og gafst alltaf upp

 

Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic?
Áður en ég byrjaði í Metabolic var ég ekki mikið að æfa. Mér leiddist allt sem ég gerði og gafst alltaf upp.

Hvað varstu að gera og hvernig gekk það?
Ég keypti mér líkamsrætarkort og fór kannski 1-2 í viku og gafst svo upp

Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
Ég kom að prufa Metabolic eftir að Inga Fríða hafði mælt með því hiklaust og ætlaði ekki að koma þar sem æfingar voru úti og ég er ekki mikil útimanneskja en ég fór og ákvað að halda áfram 3 í viku til að byrja með. Ég er komin í 5-6 æfingar í viku í dag.


Af hverju líkar þér Metabolic?
Fyrir mér er Metabolic svaklega mikilvægt æfingaferli, mér leiðist aldrei í tímum og félagsskapurinn og andinn er yndislegur. Mig hlakkar alltaf til aðkoma á Metabolic æfingu. Þar sem ég bý úti þá hefur Metabolic líka ýtt undir þrjósku og áhuga fyrir líkamsrækt. Ég hef tekið eftir þeim áhrifum sem líkamsræktin hefur á líkamlega og andlega líðan og ég náði að breyta um lífstíl með því að byrja í Metabolic. Það var sparkið sem ég þurfti.


Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?
Metabolic fyrir mér er allt öðruvísi en annað sem ég hef gert. Í fyrsta lagi er enginn tími eins, það er mikil hvatning og jákvæðni í tímum og stundum finnst mér ég vera í einkaþjálfun þar sem maður finnur það að þjálfarar hafa áhuga á að þér líði vel. Svo er bara svo ógeðslega gaman að koma á æfingu sem mér fannst oft vanta í 60mín tíma sem voru alltaf eins.

Hefur þú fundið fyrir einhverjum andlegum breytingum? Ef svo getur þú sagt þér hvernig þér líður?
Kannski ekkert svakalegar andlegar breytingar en jú ég fann að ég var miklu ánægðari með mig að vera að stunda líkamsrækt og hafa gaman að henni. Hún er ekki lengur eitthvað sem ég þarf að stirka út af listanum yfir það sem þarf að gera yfir daginn heldur hlakkar mig til að fara á æfingu. Ég viðurkenni það að vera heimavinnandi þá er voða gott fyrir sálina að koam og fíflast í 50 mín og spjalla við fólk sem virðist allt vera svo jákvætt og glatt aðv era á æfingu. 

En í alvöru talað ef ég tala um lífstílsbreytingu sem ég hafði í mörg ár reynt að nálgast en gafst alltaf upp þá var það Metabolic systemið sem gerði það að verkum að ég fót að hafa svo mikinn áhuga á þessu öllu. Skoða mataræðið og vera stolt að hafa getað breytt loksins um lífsstíl og hætt í endalausum megrunum sem virkuðu aldrei og voru í stuttan tíma í senn


 
Elva Sif Grétarsdóttir
 
 
 

Ég elska allt við Metabolic

 
 
Ég lét verða af því að prófa Metabolic í opinni viku ásamt systur minni í febrúar 2013 og sé sko ekki eftir því Úff...erfitt var það fyrst ..... bæði andlega og líkamlega ( harðsperrur dauðans fyrstu vikurnar).

 
Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
Ég hef fundið miklar breytingar til hins betra eftir að ég fór að stunda Metabolic.....líkamlegur styrkur stóraukist ,andlega hliðin orðin mun betri , gikt sem ég hef verið að berjast við nánast horfið og ég tala nú ekki um kílóin 18 sem hafa farið á þessum tíma

 
Af hverju líkar þér Metabolic?
Ég elska allt við Metabolic og get sagt að Metabolic er orðið nr 1 hjá mér ......frábærar æfingar, frábærir þjálfarar sem hjálpa þér að ná þínu takmarki og stór hópur af flottu fólki sem maður er orðinn partur af (ein stór fjölskylda)

 
Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?
Að geta gert æfingarnar á sínum hraða hverju sinni er frábært því ekki er dagsformið alltaf upp á sitt besta, enginn dagur eins ....blanda af styrk og þoli er frábært ,hafði ekki stigið fæti inn í æfingasal í 13 ár og þær æfingar sem ég hef prófað á öðrum stöðum hafa ekki heillað mig , hef ekki fundið mig fyrr en ég heillaðist af Metabolic. Metabolic er orðið partur af mínum lífstíl til frambúðar . Takk Helgi þú hefur sko sannarlega náð að heilla mig með Metabolic.

 
Berglind Stefánsdóttir
 
 
 

Metabolic er skemmtileg líkamsrækt

 
 
 
Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic?
Ástand mitt var ekki gott þegar ég byrjaði í Metó, ég fékk brjósklos í annað sinn vorið 2012 og eyddi sumrinu og haustinu í sjúkraþjálfun. Áramótaheitið var að byrja í líkamsrækt, það var eitthvað sem ég varð að gera og endaði á að elta konuna sem byrjaði á undan í Metabolic í byrjun árs 2013.

 

 
Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
Ég byrjaði á að fara í ástandsmat sem boðið var upp á á þessum tíma og eftir það byrjaði ég rólega 2 til 3 í viku og á hraða sem hentaði mér.

 
Af hverju líkar þér Metabolic?
Ég fann fljótlega hvað ég hafði gott af þessu, styrkurinn kom smám saman og úthaldið. Mér líkar við Metabolic vegna þess að æfingarnar eru skemmtilegar, fjölbreyttar, blanda af styrktaræfingum og þolæfingum, stöðva og lotuæfingar.

 
Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?
Æfngarnar eru vel skipulagðar, ekki of langar og góðir þjálfarar sem leiðbeina og hver og einn getur valið sitt styrkleikabil. Þetta hentar mér, allavega er þetta lengsta æfingatímabil sem ég hef verið í frá því ég var unglingur, núna æfi ég 4 til 5 sinnum í viku.

 
Hefur þú fundið fyrir einhverjum andlegum breytingum? Ef svo getur þú sagt þér hvernig þér líður?
Í dag er ég í fínu formi,búinn að léttast um 10 kg frá því ég byrjaði og líður bara vel, maður fer að hugsa um matarræðið þegar æfingar eru stundaðar reglulega og það er reynt að hafa nammidagana ekki of marga. Útrásin er fín, jafnvægið betra en það var og sjálfsmyndin klárlega betri.

Metabolic er skemmtileg líkamsrækt, það er nauðsynlegt að hafa hana skemmtilega, annars er hætt við að maður endist ekki lengi þó að hreyfingin sé góð.

Björn Bergmann 
 
 
 

Metabolic er árangurríkt

 
 
Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic?
Áður en ég byrjaði í Metabolic, þá taldi ég mig vera í þokkalegu formi 100+ kg. Ég stundaði hefbundna líkamsrækt ef hægt er að kalla.

Hvað varstu að gera og hvernig gekk það?
Var mikið í spinning og lyfti með en var lítið í einkaþjálfun. Ég hef alltaf sveiflast þetta í kringum 100-ið +/- 5 kg.

Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
Var orðinn þreyttur á að vera mikið einn og vildi prufa Metabolic og sé ekki eftir því. Mér finnst ég hafa styrkst þá sérstaklega hvað snýr að core-inu þó að vigtin sé svipuð og áður (mataræðið hefur ég ekki tekið í gegn nema að hluta).

Af hverju líkar þér Metabolic?
Mér líkar vel við Metabolic þar sem þar eru fjölbreyttar æfingar undir góðri leiðsögn og síðan er félagsskapurinn góður og þarna finnum við hjónin okkur vel saman í ræktinni.

Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?
Munurinn á MB og öðru sem að ég hef gert er í grunninn æfingaprógrammið sem var öðruvísi frá þvi sem ég hafði verið að gera. Fjölbreytileiki ásamt æfingum sem snúa að lyfta eigin þyngd. Hafði alltaf mikinn áhuga á svoleiðis æfingum. Líka að vinna undir leiðsögn sem að ég hafði ekki verið mikið með og svo að vinna í hóp. Einnig hentar tímalengd tímanna mér vel. átök í ca. 25 mín er flott fyrir mig. Hérna einu sinni stóð maður í þessu í 1,5 klst og maður var orðinn leiður.

Hefur þú fundið fyrir einhverjum andlegum breytingum? Ef svo getur þú sagt þér hvernig þér líður?
MB er árangurríkt, mér líður vel andlega, þarf reyndar að fara varlega þar sem gömul íþróttameiðsl eru undirliggjandi. Annars líkaminn fínu standi. Félagsskapurinn er góður. Þjálfararnir flottir en það er mikilvægt að þeir séu áhugasamir og hressir og láti vel í sér heyra. Það ýtir mannskapnum áfram.

 
Kjartan Ingvarsson 
 
 

Dagurinn er ekki samur ef ég mæti ekki í Metabolic

 

 

Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic og hvað varstu að gera og hvernig gekk það?

Ég hef nánast stundað líkamsrækt allt mitt líf, en þó með hléum. En áður en ég byrjaði í Metabolic var ég búin að vera í Yoga og dýnuleikfimi og fann að mig vantaði fjölbreytni í hreyfinguna hjá mér þ.e t.d hlaup, spretti, lyftingar. Sú leikfimi sem ég stundað þ.e Body balance og pilates var fín á sinn hátt og hélt mér við efnið en eftir smá tíma fann ég að líkaminn vildi meira líkamleg erfiði.

 

 
Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
Í einu orði sagt algjör umbylting, líður frábærlega á líkama og sál og vill helst mæta á hverjum degi, þá líður mér best

 
Af hverju líkar þér Metabolic?
Metabolic hefur allt það sem ég þarfnast í líkamsrækt þ.e kerfið er þannig sett saman að það er fjölbreytt og tímarnir ólíkir dag frá degi. Þú verður aldrei leiður og ég finn vel fyrir bættum líkamsstyrk og þoli

 
Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?
Metabolic er án efa skemmtilegasta líkamsrækt sem ég hef stundað. Það er skemmtilegt að vera í líkamsrækt með öðru fólki þ.e þú átt samskipti við annað fólk og þú getur alltaf gert æfinguna léttari eða bætt við eftir því hvernig dagsformið er. Fjölbreytnin í æfingarkerfinu hentar mér líka gríðalega vel.

 
Hefur þú fundið fyrir einhverjum andlegum breytingum? Ef svo getur þú sagt þér hvernig þér líður?
Eins og ég sagði þá líður mér best ef ég mæti alla daga og án gríns stundum á sunnudögum sakna ég þess að geta ekki mætt. Þessi tæpi klukkustund á dag er það sem ég þarf bæði andlega og líkamlega til þess líða sem allra a best. Dagurinn er ekki samur ef ég mæti ekki í Metabolic, það er bara þannig.

 
Kristín Blöndal 
 
 
 
 

Skemmtilegir tímar og góðar uppsetningar á æfingum sem taka vel á!!!


 

Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic?

Var í þokkalegu formi, þó aðeins of þungur og of há fituprósenta.

 
Hvað varstu að gera og hvernig gekk það?

Æfði í líkamsræktarstöð, reyndi að æfa 3x í viku, það gekk um tíma en datt alltaf út. Náði ekki að æfa samfellt í langan tíma.

  

Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?

Æfði samfellt í um 6 mánuði sem er lengra en hef gert áður. Grenntist og fann fyrir auknum styrk og þoli.

 
Af hverju líkar þér Metabolic?

Skemmtilegir tímar, góðar uppsetningar á æfingum sem taka vel á. Var í fyrsta skipti að æfa með hóp sem var mjög skemmtilegt. Jákvæð og góð stemmning í tímum.

 
Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?

Hópþjálfun. Mikil stemmning í tímum. Öðruvísi uppsetning á æfingum.


Gunnar Örn 
 
 
 
 

Ég elska fjölbreytnina, fólkið, gleðina og hvernig allir geta gert eitthvað við sitt hæfi sama hvernig líkamsástandi þeir eru í

 
 
 
Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic?
Áður en ég fór í metabolic var ég kannski ekki í lelegu formi en ég var mun óheilbrigðari.

 
Hvað varstu að gera og hvernig gekk það?
Ég gerði í raun allt of mikið æfði oft á dag og mjög einhæft. Ég lagði litla sem enga áherslu á að styrkja mig heldur vildi ég aðalega brenna. Líkamsræktin snerist í raun ekki um að líða vel heldur um að brenna sem flestum hitaeiningum og ég mætti af því mér fannst ég þurfa þess ekki af því að ég vildi það, ég varð.

 
Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
Fyrst eftir að ég byrjaði í Metabolic var ég með mikla minnimáttarkennd. Ég var vön að æfa ein eða með fáum og fannst eins og athyglin væri öll á mér, hve ekki nóg ég var. Með tímanum elsakaði ég samt að koma og finnst æðislegt hve mikið ég peppast við að hafa annað fólk með mér.

 
Af hverju líkar þér Metabolic?
Ég elska fjölbreytnina, fólkið, gleðina og hvernig allir geta gert eitthvað við sitt hæfi sama hvernig líkamsástandi þeir eru í. Elska líka að þetta snýst ekki um að brenna hitaeiningum!

 
Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?
Í raun veit ég aldrei hvað ég er að fara að vinna með og ég elska að geta valið á milli nokkra setta þegar ég kem. Það sem er best er þó líklegast að þetta snýst ekki um hitaeiningarnar heldur um að hafa gaman og gera eins og hverjum og einum hentar í dag.

 
Hefur þú fundið fyrir einhverjum andlegum breytingum? Ef svo getur þú sagt þér hvernig þér líður?
Í raun er það kannski ekki bara Metabolic sem hefur breytt tilfinningum mínum ég tel það vera meira samþætting af öllu sem ég hef unnið með síðustu ár sem er náttúrulega mjög stórt svið en Metabolic hefur hjálpað mér að leyfa mér að vera bara eins og ég er, ég geri það sem ég þarf/vil í æfingunum sama hvort eitthver annar gerir meira eða minna. Það hjálpar mér að ná sátt í raun með því að stíga oft út fyrir þægindahringinn minn. Bara það að mæta var erfitt fyrst, svo að mæta í hlýrabol, þröngum buxum nú loksins er mér alveg sama ég er bara ég hvort sem metabolic hafi átt þátt í því eða ekki.

 
 
Harpa Rakel
 
 
 
 

Þetta skref mitt inn í Metabolic er það besta sem ég hef tekið.

 
 
Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic?
Þegar ég byrjaði í Metabolic þá var ég í ekki góðu ástandi, ég var stirð, þrótt lítil og of þung.

Hvað varstu að gera og hvernig gekk það?
Ég spilað körfubolta í einhver 25 ár. En síðustu ár var ég í boltanum út af félagskapnum og skemmtilegri hreyfingu. Hafði reynt margt með boltanum en fann mig ekki inni á þessum hefbundnu líkamsræktarstöðvum. Þar af leiðandi fór ástand mitt hratt niður þegar hægjast fór á boltanum.

Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
Þetta skref mitt inn í Metabolic er það besta sem ég hef tekið. Á þessum tæpum tveimur árum hefur þol, styrkur og liðleiki aukist töluvert. Fyrir vikið líður mér afskaplega vel líkamlega og andlega.

Af hverju líkar þér Metabolic?
Metabolic er kerfi sem hentar mér mjög vel, skipulagðir og hnitmiðaðir tímar. Ég stjórna álaginu sjálf eftir dags forminu. Og að hafa einhvern sem leiðbeinir og hvetur mann áfram er mikill kostur.

Hefur þú fundið fyrir einhverjum andlegum breytingum? Ef svo getur þú sagt þér hvernig þér líður?
Líkamlegt ástand mitt hefur breyst mikið, það sem aðrir taka eftir eru þessi 20 kg sem eru farin. En það sem ég finn mest er að úthald mitt í daglegu amstri hefur aukist, miklu meiri styrkur og jákvæðari í lífinu.

Linda Hlín
 
 

 

Það myndast ákveðinn félagsskapur og vinskapur meðal iðkennda og þjálfara, að mínu mati gerir það Metabolic sérstakt

 

Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic?
Ekki nógu gott, var cirka 7-10 kg of þungur áður en ég byrjaði í Metabolic.

Hvað varstu að gera og hvernig gekk það?
Spilaði fótbolta til 29 ára aldurs, eftir fótboltann prófaði ég ýmislegt eins og spinning, lyfta einn eftir æfingakerfi, ýmsa lyftingartíma (t.d. bodypump) og einnig hlaup. Ég náði aldrei að festa mig í neinu af þessu, varð alltaf leiður og hætti. Ég var ávallt duglegur til að byrjað með en um leið og ég var orðinn leiður fór að draga af mér.

Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
Var plataður í Metabolic klukkan sex einn morguninn og strax eftir fyrsta tímann sá ég að þetta var eitthvað sem henntaði mér mjög vel þrátt fyrir að vera gjörsamlega búinn á því. Mér leið vel eftir að hafa byrjað í Metabolic, vel tekið á móti manni og leið ekki eins og einhverjum nýgræðing sem vissi ekki hvað hann var að gera.

Af hverju líkar þér Metabolic?
Ég æfði fótbolta frá unga aldri og ávallt undir ströngum þjálfurum og oftast mjög færum. Að vera alltaf með þjálfara í Metabolic tímum sem leiðbeinir og hvetur þig áfram var eitthvað sem ég veit að henntar mér mjög vel og það svínvirkaði. Félagsskapur er eitthvað sem fylgir hópíþróttum og það sama á við Metabolic, það myndast ákveðinn félagsskapur og vinskapur meðal iðkennda og þjálfara, að mínu mati gerir það Metabolic sérstakt.

Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?
Þjálfari sem fylgist ávallt með, leiðbeinir og hvetur, félagsskapurinn í kringum Metabolic, skemmtilegar, fjölbreyttar og krefjandi æfingar. Og eftir að hafa stundað Metabolic í heilt ár núna er ég ekki ennþá farinn að finna fyrir leiða og hlakka til að mæta á æfingar.

Hefur þú fundið fyrir einhverjum andlegum breytingum? Ef svo getur þú sagt þér hvernig þér líður?
Klárlega leið manni betur eftir að hafa byrjað í reglulegri líkamsrækt, það hefur áhrif á allt. T.d. svefn, ánægju, velllíðan. Það er klárt mál að manni líður mun betur að stunda líkamsrækt en ekki. Ég sit við skrifborð 8 tíma á dag og var ávallt með mikla vöðvabólgu og farinn að fá millirifjagigt með tilheyrandi verkjum í brjóstkassa. Hef verið mun skárri af vöðvabólgu eftir að hafa byrjað í Metabolic og ekki fengið verki vegna millirifjagigtar síðan ég byrjaði, þetta hefur klárlega þau áhrif að andlega hliðin er í betra jafnvægi.

Sigurður Markús
 
 
 
 

Mér líður vel í tímum og ég get ekki hugsað mér að missa af tíma. 

 
 
 
Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic?
Var í lélegu ástandi, var of feitur og með mjög lélegt úthald. Er með hjartavandamál og það var stundum þannig að labba upp nokkrar tröppur gat verið erfitt.

 
 
Hvað varstu að gera og hvernig gekk það?
Var búinn að reyna bæði að æfa sjálfur og með þjálfara og þá bæði að fara út að hlaupa og fara í ræktina að lyfta. Gafst yfirleitt upp frekar fljótt.

 
Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
Mér leið eins og ég væri loksins búinn að finna eitthvað sem ég gæti gert í langan tíma, einhver líkamsrækt sem mér þætti actually gaman að mæta í.

 
 
Af hverju líkar þér Metabolic?
Góðir og skemmtilegir þjálfarar, challenging æfingar og þjálfararnir duglegir að ýta við manni ef maður er að slaka á. Metabolic hefur líka hjálpað mér mikið við að sýna mér að ég get náð þeim markmiðum sem ég set mér.

 
 
Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?
Umhverfið sem Metabolic hefur skapað virðist henta mér mjög vel, mér líður vel í tímum og ég get ekki hugsað mér að missa af tíma. Áður en ég byrjaði í Metabolic þá var ég gjarn á að segja: „æi ég fer á morgun”.

 
Hefur þú fundið fyrir einhverjum andlegum breytingum? Ef svo getur þú sagt þér hvernig þér líður?
Áður en ég byrjaði var sjálfstraustið ekki upp á sitt besta en eftir að hafa náð þeim árangri sem ég hef náð þá hefur það aukist mjög mikið. Ég var frekar gjarn á að tala frekar illa við sjálfan mig og tala mig niður ef ég gerði eitthvað sem ég taldi vera rangt eða ef mér mistókst eitthvað, er ekki að segja að ég sé endilega hættur að gera það en geri það mun sjaldnar en áður.

Ég vil líka meina að með auknu sjálfstrausti þá líði mér bara í alla staði betur.

 

Greipur Júlíusson

 

 

 

Metabolic upplifi ég sem þjálfun fyrir venjulegt fólk, í allskonar formi og í allskonar fötum

 

 

 
Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic?
 
Ég var í skelfilegu formi. Ég var kominn á lyf v. of háum blóðþrýstingi. Ég var með kæfisvefn og ég var ca. 105 kg/34-35%fituhlutf.
 

 
Hvað varstu að gera og hvernig gekk það?
 
Ég reyndi að fara öðru hvoru að ganga, fór líka í örfá skipti á "stigvél" í sundmiðstöðinni.
 
Mér fannst það ágætt, en ekki nógu skemmtilegt til að fórna öðrum athöfnum eða athafnaleysi þannig að ég hætti þessu smám saman (fór í mesta lagi þrisvar á stigvélina)
 

 
Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
 
Fyrst um sinn var ég ánægður með mig að hafa tekið skrefið. Mér fannst allar æfingar erfiðar en fann samt mun frá einum tíma til þess næsta. Aukaverkun fólst í því að ég kynntist fólki (bónus sem ég hafði ekki séð fyrir).
 

 
Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?
 
Ég hef ekki mikið til að bera saman við. Fyrir mörgum árum fór ég í nokkur skipti í World Class og hljóp á bretti í ca. 30mínútur hvert sinn - þetta er nánast skilgreiningin á leiðindum. Ég þorði ekki að nota nein lóð eða gera neitt annað en að hlaupa, ég vildi ekki líta út fyrir að vera fáviti.

 

Metabolic upplifi ég sem þjálfun fyrir venjulegt fólk, í allskonar formi og í allskonar fötum. Ég fæ á tilfinninguna að allir séu samþykktir á eigin forsendum og unnið sé með styrkleika/veikleika hvers og eins í huga og styrkurinn aukinn smátt og smátt. T.d. geta þeir sem eiga erfitt með armbeygjur gert þær á léttari máta (á hnjám, við vegg eða standandi með teygju (push-press?)). Jákvætt uppbyggilegt viðhorf er ríkjandi á öllum æfingum. Ekkert "geturðu ekki gert upphýfingar? Ertu aumingi?" viðhorf - viðhorf sem ég fæ á tilfinninguna að sé til staðar á öðrum stöðum.
 

 
Það skiptir mig líka miklu máli að það eru þjálfarar með mismunandi áherslur, en allir fylgjast þeir vel með og leiðrétta (á jákvæðan hátt) þegar maður gerir æfingar á rangan hátt.
 

 
Hefur þú fundið fyrir einhverjum andlegum breytingum? Ef svo getur þú sagt þér hvernig þér líður?
 
Ég fæ andlega hvíld í líkamlegri vinnu. Ég bý við andlega krefjandi aðstæður og vinn við talsverða heilaleikfimi þannig að það er mér mikils virði að geta hvílt "hausinn" í smá stund. Ég hafði aldrei upplifað tilhlökkun í tengslum við líkamsrækt áður. Í dag eru leiðinlegustu dagarnir þeir dagar sem ég kemst ekki í metabolic. Metabolic hefur líka haft talsverð áhrif á mig félagslega (sem hefur svo áhrif á andlegu hliðina). Áður en ég byrjaði í metabolic þekkti ég varla nokkurn mann hér í Reykjanesbæ, hitti varla fólk svo dögum skipti (þ.e. annað en fjölskylduna). Í dag hitti ég æfingafélaga á förnum vegi nánast daglega sem er mikil breyting og hefur mjög jákvæð áhrif á andlega líðan (enda mjög fjölbreyttur og skemmtilegur hópur). Ég er líka ánægðari með líkamsástandið á sjálfum mér þó að ég hafi svosem aldrei verið neitt þunglyndur vegna þess.
 

 

Elías Pétursson
 
 
 

Núna hef ég verið í tæp 3 ár í Metabolic og get ekki hugsað mér að fara neitt annað. 

 
 
Í hvernig formi varstu í áður en þú byrjaðir í Metabolic?
Þegar ég byrjaði að æfa Metabolic, í janúar 2013, var ég rúmlega 20 kg of þung. Ég var með mikla verki í öxlum (gat t.d. ekki dregið sængina yfir mig með góðu móti) og slæm í hnjám. Einnig átti ég oft erfitt með svefn vegna ofþenslu á maga (ofát). Ég var sem sé í frekar lélegu líkamlegu ástandi og með lélegt úthald.

Hvernig leið þér fyrst eftir að hafa skráð þig í Metabolic?
Ég byrjaði í fyrstu á því að æfa þrisvar í viku. Ég fann mjög fljótt mun á verkjum í liðum og úthaldið jókst. Smátt og smátt fór ég að æfa oftar og ég byrjaði strax að léttast. Eftir fyrstu sex mánuðina var ég búin að losa mig við 15 kg. Auðvitað tók ég mataræðið líka í gegn, það gerðist sjálfkrafa þegar ég fór að æfa, styrkjast og líða betur. Mér leið svo mikið betur í líkamanum eftir að ég fór að æfa Metabolic. Líkaminn hefur styrkst mikið, ég er t.d. farin að geta gert upphýfingar, sem ég hef aldrei getað gert áður. Í dag er ég í besta líkamlega formi sem ég hef nokkurn tímann verið í.

Af hverju líkar þér Metabolic?
Mér líkar vel við Metabolic vegna þess að í boði eru afar fjölbreyttar æfingar sem taka á öllum líkamanum. Þetta eru styrktar- eða úthalds- /þolæfingar sem eru með mismunandi álagi eftir því í hvaða viku við erum að æfa, frá viku 1-4. Það sem hefur einnig alltaf heillað mig við Metabolic er að maður veit aldrei hvaða þjálfari er með hvaða tíma. Maður mætir bara í tíma og veit í raun ekki hvort í boði sé styrktar- eða þoltími eða hvaða þjálfari verður með mann. Félagslegi hluti Metabolic er einnig frábær. Frá því að ég kom fyrst á æfingu var mér tekið vel og hef ég kynnst ótrúlega mörgum flottum einstaklingum þarna, andinn er alveg einstakur. Þjálfararnir eru sérstaklega góðir og hugsa vel um mann, bæði að maður geri æfingarnar rétt og einnig að manni líði vel þarna.

Hvernig er Metabolic öðruvísi heldur en önnur líkamsrækt?
Ég hef æft bæði með einkaþjálfara og í ýmsum hóptímum í gegnum tíðina. Núna hef ég verið í tæp 3 ár í Metabolic og get ekki hugsað mér að fara neitt annað. Ástæðan er sú að Metabolic sinnir öllum mínum þörfum þegar kemur að líkamsrækt og er fjölbreytt og skemmtilegt æfingakerfi. Í einni æfingaviku get ég fengið allar æfingar sem ég þarf ef ég mæti 3-5 sinnum í vikunni. Annað sem gerir Metabolic öðruvísi en önnur æfingakerfi er fræðslan sem í boði er. Reglulega eru birtir skriflegir pistlar eða myndbönd með upplýsingum sem tengjast mataræði, heilsu, vitund okkar og hugsunum, ráðleggingum og hvatningu.

 
Hefur þú fundið fyrir einhverjum andlegum breytingum? Ef svo getur þú sagt þér hvernig þér líður?
Það sem hefur breyst hjá mér tilfinningalega og andlega eru áhrif fræðslunnar sem í boði er á mig. Við erum hvött til að líta inn á við, skoða eigin hugsanir og finna út eigin sögur ef maður vill breyta einhverju í eigin fari. Í dag stend ég mig oft að því að hugsa: “Af hverju hugsa ég svona?” “Hver er ástæðan fyrir því að ég er með hinar og þessar hugsanir?”. Ég reyni að vera meðvitaðri um núið og lít mun oftar inn á við og skoða sjálfa mig. Einnig er ég byrjuð að hugleiða, nokkuð sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera áður!

Guðrún Sigríður