Metabolic í Grindavík

Skráning á metabolic@metabolic.is

Veldu um

3ja mánaða áskrift

1 stakan mánuð

 
Metabolic eru markvissir, skemmtilegir og árangursríkir hópaþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form.
Unnið er með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt. Þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.


Markmið Metabolic er að auka lífsgæði og gera hreyfingu að tilhlökkunarefni.

Eitt af gildum okkar Metabolicþjálfara er að þátttakendur okkar fái góða upplifun af tímunum og hlakki til að mæta í næsta tíma. Við byrjum alla tíma á dýnamískri upphitun til að lágmarka meiðslahættu og hámarka afköst í tímanum. Tímarnir eru mjög fjölbreyttir en í grunninn er unnið í stöðvaþjálfun þar sem áherslan er ávalt á að hraða efnaskiptunum (Metabolic) sem skilar virkri fitubrennslu bæði á meðan á tímanum stendur og í marga klukkutíma eftir að tíminn er búinn. Stórir vöðvar brenna meiri fitu í hvíld en litlir og því vinnum við mikið í styrktaræfingum sem skilar ekki einungis mikilli fitubrennslu heldur einnig stærri vöðvum.
 
Þátttakendur í Metabolic stjórna álaginu sjálfir sem þýðir að þú getur komið inn bæði sem byrjandi og í toppformi. Við hjálpum þér að finna rétt erfiðleikastig svo þú náir þínum markmiðum á markvissan hátt.
 

 

Æfingar í Grindavík

Æfingar eru í Röstinni, íþróttahúsinu í Grindavík.
 
Innifalið í Metabolic í Grindavík:
* 4 Metabolictímar í viku
 


 

6 tímar í viku

Metabolic í Grindavík er kennt á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum klukkan 06.10 og svo í hádeginu á mánudögum og föstudögum kl 12:15-12:45 (Blitztímar). Þátttakendum er frjálst að mæta í alla tíma í Reykjanesbæ einnig.

Kennari er Helgi Jónas Guðfinnson, höfundur Metabolic.


 

Umsagnir

 
Síðustu 10 vikur hef ég stundað Metabolic í Grindavík með góðum árangri. Aukin líkamsstyrking er það sem ég finn mest fyrir og kílóin dottið hér og þar. Tímarnir eru vel skipulagðir, skemmtilegir og fjölbreyttir og það sem mér finnst stór kostur er að í öllum æfingum ræður þú sjálf/ur ferðinni, þ.e þú ferð á þínum hraða og þínum styrk. Metabolic er því hreyfing sem hentar öllum, konum og köllum. Ekkert betra en að byrja daginn á Metabolic, veitir mér vellíðan á líkama og sál, bíð spennt eftir nýju námskeiði í janúar.
Margrét Magnúsdóttir
 
Ég ákvað að skella mér í Metabolic námskeið í Grindavík í október síðastliðinn. Hafði ekki verið í neinni líkamsrækt í nokkur ár og vissi í rauninni ekkert út í hvað ég væri að fara. Ég sé sko ekki eftir því þetta eru alveg frábærir tímar fjölbreyttir og taka á öllum líkamanum. Styrkur og þol hefur aukist til muna. Ég hlakka alltaf til að mæta og taka á því í skemmtilegum félagsskap. Ég er
búin að skrá mig í 5 mánaða áskrift þannig að ég mæli alveg hiklaust með þessum tímun fyrir fólk á öllum aldri.
Elva Björk Guðmundsdóttir
 
Ég er búin að vera á Metabolic námskeiði hjá Styrktarþjálfun í haust og er mjög svo ánægð með það. Ég hef alltaf stundað hreyfingu eins og spinning, lyftingum. Byrjaði síðastliðið sumar á að hlaupa en færði mig svo yfir í Metabolic sem er skemmtilegt kerfi. Ég var fljót að finna fyrir auknum styrk og úthaldi, tímarnir eru skemmtilegir og æfingarnar eru mjög fljölbreyttar og maður tekur vel á því. Það sem mér þykir best við þessa tíma er að enginn tími er eins og þar af leiðandi eru þeir fljótir að líða og eru skemmtilegir. Ég get vel mælt með þessum tímum bæði fyrir þá sem hafa verið að hreyfa sig og líka byrjendur.
Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir
 

Vertu með

Verð fyrir 3ja mánaða áskrift kr. 8.990 á mánuði.

Verð fyrir stakan mánuð kr. 14.990.

 
Skráning í Metabolic í Grindavík er á metabolic@metabolic.is. 
 

Nánari upplýsingar gefur Helgi í síma 863-5255.