Metabolic Blönduósi

 Metabolic eru markvissir, skemmtilegir og árangursríkir hópaþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form í góðum félagsskap. Unnið er með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt. Þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.
 
Við leggjum mikið uppúr öruggri og markvissri þjálfun en viljum líka hafa gaman ;) 
 
Þú getur bætt þér í hóp ánægðra Metabolicara hvenær sem þú hentar. Velur um 1, 3 eða 6 mánuði.
 

Markmið Metabolic er að auka lífsgæði og gera hreyfingu að tilhlökkunarefni.

Eitt af gildum okkar Metabolicþjálfara er að þátttakendur okkar fái góða upplifun af tímunum og hlakki til að mæta í næsta tíma. Við byrjum alla tíma á dýnamískri upphitun til að lágmarka meiðslahættu og hámarka afköst í tímanum. Tímarnir eru mjög fjölbreyttir en í grunninn er unnið í stöðvaþjálfun þar sem áherslan er ávalt á að hraða efnaskiptunum (Metabolic) sem skilar virkri fitubrennslu bæði á meðan á tímanum stendur og í marga klukkutíma eftir að tíminn er búinn.
 

Innifalið:

- Opinn aðgangur að 4 Metabolic tímum í hverri viku.
- Nýliðatími þar sem þér eru kenndar grunn æfingarnar í Metabolic.
- Fitu- og ummálsmæling í upphafi og mánaðarlega.
- Greining á stöðuleika og hreyfanleika og leiðréttingaræfngakerfi fyrir þá sem þurfa.
Mæting á alla aðra Metabolic staði sem gestur stöku sinnum
- Viðmiðunarmatseðlar
- 100% endurgreiðsla eftir fyrsta mánuðinn líki þér ekki Metabolic.*
 

4 tímar í boði í viku

Metabolic á Blönduósi er kennt í íþróttamiðstöðinni.

Boðið er uppá 5 tíma í viku

Mánudögum klukkan 18.00
Þriðjudögum klukkan 18.00
Fimmtudögum klukkan 18.00
Laugardögum klukkan 10.00

Mættu eins oft og þú vilt - þegar þú vilt.

 

Þjálfari er Erla Jakobsdóttir, íþróttafræðingur B.Sc og ÍAK einkaþjálfari.

Erla Jakobsdóttir er 35 ára Blönduósingur, 2ja barna móðir í sambúð. Hún útskrifaðist sem íþróttafræðingur 2005 og sem ÍAK einkaþjálfari 2013. Erla starfar sem íþróttakennari við Blönduósskóla auk þess að sinna hóptímaþjálfun og íþróttaskóla fyrir börn.
 
 

Umsagnir

Erla er mjög skipulögð og æfingarnar byrja alltaf á réttum tíma. Hún sýnir æfingarnar vel, hefur sjálf góða hreyfigetu, styrk og þol og er í góðu formi. Á meðan æfingum stendur gengur hún á milli og fylgist með því að þátttakendur geri æfingarnar rétt. Hefur gott lag á því að hvetja hópinn áfram en samt þannig að manni finnst hún alltaf vera tala beint til manns í hvatningu.
Get svo sannarlega mælt með tímum hjá Erlu Jakobs, finn mikinn mun á styrk og þoli eftir að ég fór að æfa hjá henni :-)
Erna Björg Jónmundsdóttir

Erla hefur alla þá kosti sem ég tel að góður þjálfari þurfi að hafa og það hefur verið virkilega skemmtilegt að taka þátt í námskeiðum hjá henni. Hún er sí hvetjandi, tilbúinn að leiðrétta og gefa manni góð ráð þegar svo ber undir ásamt því að vera með fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Eftir að hafa verið að æfa hjá henni hef ég komist að því að ég get miklu meira en ég hélt í upphafi. Hún á einnig hrós skilið fyrir góða skipulagningu og gott utanumhald og sést það langar leiðir að þarna er á ferð manneskja sem leggur metnað í það sem hún tekur sér fyrir hendur
Brynhildur Olga Haraldsdóttir
 
Ég hef verið á nokkrum námskeiðum hjá Erlu sl. ár og haft mjög gaman af. Mikil hvatning, fjölbreytni, jákvæðni og skemmtilegar æfingar einkenna námskeiðin. Erla er mjög fínn þjálfari og ég bíð spennt eftir nýjum námskeiðum í haust.
Rannveig Lena Gísladóttir
 
Erla er dugleg að halda manni við efnið og sjá til þess að maður taki vel á því og geri allt rétt. Hún er jákvæð og hvetjandi og alltaf til í að gefa manni góð ráð varðandi mataræði og æfingar. Topp tímar, topp þjálfari.
Elfa Björk Sturludóttir
 
Erla er frábær þjálfari og er alltaf ánægjulegt að mæta til hennar í tíma þar sem hún leggur mikinn metnað í hvern tíma. Hún veitir manni mikla hvatningu og er ávallt reiðubúin til að veita ráð og aðstoða eins mikið og hún getur við allt það er snýr að þjálfun, æfingum og mataræði. Ég mæli hiklaust með Erlu.
Magdalena Berglind Björnsdóttir
 

Hvernig byrja ég í Metabolic?

Við mælum alltaf með því að þú komir í prufutíma áður en þú skráir þig. Þú þarft ekki að skrá þig í prufutíma heldur mætir þegar þér hentar og gefur þig upp við þjálfara áður en tíminn hefst. Í framhaldi getur þú síðan ákveðið hvort Metabolic sé fyrir þig og annað hvort skráð þig á staðnum eða hér á vefsíðunni. Ef þú ert ákveðin/-n í að skrá þig í Metabolic þá einfaldlega skráirðu þig hér og mætir svo bara á æfingu.
 

Vertu með

6 mánaða + áskrift kr. 8.990 á mánuði. (Gildir fyrir minnst 6 mánuði. Uppsegjanlegt eftir 6 mánuði.)

3ja mánaða áskrift kr. 11.990 á mánuði.

Stakur mánuður kr. 14.990.

 

Skrá mig í Metabolic

 

Við höfum svo mikla trú á Metabolic að við lofum þér 100% endurgreiðslu ef þér líkar ekki þjálfunin eftir fyrsta mánuðinn.*

Kíktu á okkur á www.facebook.com/metabolicblonduosi

 


*Yfir 80% þeirra sem byrja í Metabolic skrá sig í áskrift í 6 mánuði. Þetta segir okkur að iðkendur eru mjög ánægðir með kerfið og vilja halda áfram að æfa hjá okkur. Teljir þú hins vegar Metabolic ekki henta þér eftir að hafa æft í einn mánuð hjá okkur lofum við þér 100% endurgreiðslu. Við tökum semsagt áhættuna í stað þess að þú þurfir að gera það. Til að eiga rétt á endurgreiðslu þarftu að hafa mætt a.m.k. tvisvar í viku fyrsta mánuðinn. Sækja þarf um endurgreiðsluna innan 5 vikna eftir að námskeiðið hefst.

Nánari upplýsingar gefur Erla í síma 863-6033