Metabolic er æfingakerfi sem er sérsniðið að þeim sem vilja stunda fjölbreytta og skemmtilega líkamsrækt og komast í frábært alhliða form án þess að ganga of nærri sér. Í dag er Metabolic kennt á 7 stöðum á landinu.
 
 

Markmið Metabolic er að auka lífsgæði og gera hreyfingu að tilhlökkunarefni

 
 
 
 
 
 
 

Æfingakerfið

Metabolic er æfingakerfi kennt í formi hópþrektíma, fyrir alla þá sem vilja minnka fitu og auka vöðvamassa, styrk, kraft, hraða og þol. Í tímunum taka allir 100% á því, hvort sem þeir koma inn í góðu formi eða sem byrjendur, þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.
Í kerfinu eru engar tilviljanir, hvorki í æfingavali né uppröðun, allir tímar eru hannaðir út frá því að meðlimir nái hámarks árangri, með sem minnstri meiðslahættu og sem mestu skemmtanagildi. Þannig fer kerfið í fjögurra vikna ákefðarbylgjur, við sjáum til þess að þú keyrir þig alveg út en hvílist líka reglulega því líkaminn þarf á því að halda. Í dag eru til yfir 100 mismunandi Metabolictímar þannig að þú getur verið nokkuð viss um að þú fáir ekki leið á þessu.

 

Uppröðun tímans

Við byrjum alltaf Metablic á góðri upphitun. Fyrst liðkum við okkur með stöðugum teygjum, færum okkur svo í leiðréttingaræfingar með áherslu á að styrkja og liðka axlir og bak þar sem gjarnan myndast stífleiki og verkjavandamál. Því næst förum við í dýnamíska upphitun sem sýnt hefur verið fram á að lágmarki meiðslahættu og hámarki afköst.
Að upphitun lokinni tekur við stöðvaþjálfun í allri mögulegri fjölbreytni sem hún býður uppá. Almennt æfum við með 4-6 æfingar í 20 mínútur, ýmist með áherslu á styrk, kraft eða úthald.
Í lok tímans er það sem við köllum finisher. Þá gefum við okkur nokkrar mínútur í að keyra púlsinn vel upp eða einblínum á djúpvöðvakerfið (core).
Í blálokin teygjum við og spjöllum.
 
 
Þátttakendur í Metabolic stjórna álaginu sjálfir sem þýðir að þú getur komið inn bæði sem byrjandi og í toppformi. Við hjálpum þér að finna rétt erfiðleikastig svo þú náir þínum markmiðum á markvissan hátt.
 
 
Boðið er uppá Metabolic í Reykjanesbæ, Grindavík, Akranesi, Blönduósi, Akureyri, Höfn og Vestmannaeyjum. 
Þátttakendur skrá sig sitt svæði en mega mæta í Metabolic á öðrum stöðum sem kemur sér sérstaklega vel fyrir þá sem eru á ferðalagi.
 

Gildin okkar

Við höfum mikla ástríðu fyrir að aðstoða fólkið okkar við að ná markmiðum sínum.

Við þjálfararnir eigum bara góða daga og frábæra daga – gefum okkur 100% að fólkinu okkar á æfingum.

Við hvetjum fólk í hvaða formi sem er og á öllum aldri til þess að koma og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Við veitum okkar fólki góðan stuðning og ráðgjöf til að ná heilsufarslegum markmiðum sínum.

Við erum sífellt að bæta æfingakerfi okkar til að tryggja okkar fólki bestu mögulegu þjálfun á hverjum degi.

Við leggjum mikið upp úr fjölbreytni í æfingum til að viðhalda áhugahvöt iðkenda í hámarki og bæta þeirra almenna hreysti s.s. vöðvauppbyggingu, fitubrennslu og úthald.

Við leggjum ríka áherslu á að allar æfingar séu öruggar og að fundið sé rétt erfiðleikastig fyrir hvern og einn.

Þjálfarar eru vel menntaðir og leggja áherslu á að fræða fólkið okkar um hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.

Í Metabolic er þéttur hópur iðkenda og þjálfara sem styður vel hvort við annað.

Við leggjum mikinn metnað í að fólkið okkar fái góða upplifun af Metabolic og setjum það alltaf í fyrsta sætið.