Leita
Hvað er Metabolic?

Iðkendur vinna með þyngdir við sitt hæfi og hentar Metabolic því bæði byrjendum sem og þeim sem eru í topp formi. Rík áhersla er lögð á öryggi í þjálfun og persónulega þjónustu.
Allir Metabolicþjálfarar eru faglærðir og leggja metnað í að fræða iðkendur og styðja í átt að markmiðum sínum. Þjálfarar eiga bara góða daga og frábæra daga og sjá til þess að iðkendur fá góða upplifun af þjálfuninni.
Metabolic er íslenskt æfingakerfi hannað af Helga Jónasi Guðfinnssyni

Það er mjög auðvelt að gleyma sér.....
Af hverju þarftu að borða prótein?
Prótein er mikilvægt fyrir líkamann. Það er nauðsynlegt til þess að gera við vefi , bætir virkni ónæmiskerfisins,hjálpar vefjum að stækka og tekur þátt í starfsemi fruma. Það er hægt að skipta próteinum niður í flokka ef það má orðað það þannig og hver flokkur hefur sína virkni t.d. er sum prótein eru notuð í uppbyggingu á meðan önnur eru virk í hreyfingum. Hér getur þú séð próteinflokkana......
Skammtastærðir
Þegar ég byrjaði að skoða skammtastærðir fyriri nokkrum árum þá hafði ég ekki hugmynd um að þetta hafði breyst svona mikið. Í dag getur þú keypt flest allt sælgæti í tveimur til þremur stærðum. Ég komst fyrir danska rannsókn þar sem sagt var að sælgætisstykki og sælgætispokar hefðu stækkað um rúmlega 20%-100%. Eðlileg stærð á sælgætispoka fyrir nokkrum árum var á bilinu 40 til 50 gr er núna 70 til 100 gr. Eftir að hafa lesið þessa rannsókn þá var ég nokkuð forvitinn þannig að ég ákvað að fara út og kíkja í nokkrar sjoppur til þess að athuga.....